Stikkorð

Jólin

Njóttu Góðgætis

Heitur súkkulaðidrykkur

7. desember, 2016

Það er eitthvað svo huggulegt við að hjúfra sig upp í sófa undir teppi með heitan súkkulaðidrykk í kuldanum. Ég hef oft mikla löngun í heitt súkkulaði í kringum aðventuna. En amma mín gerði alltaf ótrúlega gott heitt súkkulaði sem að hún bar fram í jólaboðum á hverju ári. Það var kannski ekki alveg það hollasta en það er svo ótrúlega gott í minningunni og varð maður vel saddur af því. Hér er uppskrift að minni útgáfu af heitu súkkulaði…

Lesa meira

Andaðu

Að njóta en ekki þjóta

15. desember, 2015

Desembermánuður einkennist oft af miklum hraða og ætlar maður sér stundum fullmikið fyrir jólin. Maður er á hlaupum milli allskyns hittinga eins og t.d. jólahlaðborða, vinahittinga og jólaboða. Þess á milli eru jólagjafirnar græjaðar, jólakortin skrifuð, smákökurnar bakaðar, jólahreingerningin framkvæmd og ýmislegt fleira sem snýr að undirbúningi og hefðum jólanna. Hlúðu að sjálf-ri/um þér Stress og kvíði geta náð yfirhöndinni þegar maður er mikið á hlaupum og er mikilvægt að koma í veg fyrir það. Það ert þú sem ert…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Stökkar súkkulaðihafrakökur

13. desember, 2015

Hér er ég með uppskrift af súkkulaðihafrakökum sem er ótrúlega góðar þó ég segi sjálf frá. Þessar smákökur eru stökkar, bragðgóðar og fljótlegar í undirbúningi. Þær eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unninn sykur. Ég elska að geta búið til smákökur sem ég má borða áhyggjulaust og ég tala nú ekki um þegar þær eru góðar í þokkabót. Súkkulaðihafrakökur                                          …

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Fljótlegar og bragðgóðar súkkulaðismákökur með súkkulaðibitum

6. desember, 2015

Ég prufaði magnaða uppskrift af súkkulaðibitakökum um daginn sem ég verð hreinlega að deila með þér. Kökurnar eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unninn sykur. Uppskriftin er súper einföld og tekur enga stund að útbúa kökurnar. Kökurnar bragðast það vel að ég ætlaði hreinlega ekki að trúa því. Þær eru stökkar og finnur maður í rauninni engan mun á þeim og öðrum smákökum sem eru í óhollari kantinum. En þó að kökurnar séu í hollari kantinum er samt mikilvægt að gæta hófs. Í…

Lesa meira

Andaðu

Það sem þú þarft að sleppa takinu á fyrir nýja árið.

29. desember, 2014

Það er mikilvægt að taka ekki hluti með sér inn í nýja árið sem hafa dregið þig niður á því liðna. Það er ýmislegt sem er mikilvægt að hafa í huga og gott er að gera árið upp áður en nýja árið kemur. Atriði sem gott er að hafa í huga eru t.d.: Hvað lærði ég á sjálfri mér á þessu ári? Hvað get ég gert betur á því næsta? Ef þú ert reið/ur út í einhverja manneskju er mikilvægt…

Lesa meira

Hugsaðu

Jafnvægi um jólin

16. desember, 2014

Það er mjög auðvelt að detta í stresspakkann og ætla að gera allt of mikið fyrir jólin. Þegar maður er kominn í stress- og áhyggjupakkann yfir hinum ótrúlegustu hlutum verða gjarnan sætindi okkur að bráð. Maður missir sig oft í smákökur, nammi og annað kruðerí því maður er að flýja vandamálin sem herja á manni. En af hverju? Af hverju þarf að gera allt fyrir jólin? Af hverju njótum við þess ekki að vera með okkar nánustu? Við þurfum ekki…

Lesa meira