Njóttu Góðgætis

Mjólkur- og sykurlaus jarðaberjaís

17. október, 2014

Ég er algjör ískerling og var ég ekki lengi að reyna finna út úr því hvernig ég gæti útbúið mér mjólkur- og sykurlausan ís. Kærastinn minn gaf mér ísvél í jólagjöf í hittífyrra og er hún eitt af mínum uppáhalds eldhústækjum. Þegar ég man að setja ísskálina í frystikistuna geri ég mér ís á laugardagskvöldum.

Jarðaberjaís – fyrir ca 5 manns

 • 500 ml kókosmjólk
 • 350 gr jarðaber (ég notaði 175gr fersk og 175 gr frosin)
 • 3 eggjarauður
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk kókosolía
 • 3 döðlur
 • 45 gr kókospálmasykur
 • 1 tsk vanilla
 • hnífsoddur sjávarsalt
 1. Setjið þetta allt saman í blandara þangað til kekkjalaust.
 2. Setjið í ísvél eða skellið þessu í form og í frystirinn.

Súkkulaðisósa

 • 75 ml fljótandi kókosolía
 • 75 ml kakó
 • 43 ml hunang
 • 1/2 tsk vanilla
 • hnífsoddur sjávarsalt
 1. Bræðið kókosolíuna og hrærið hinum innihaldsefnunum út í, sósan harðnar þegar henni er skellt yfir ísinn. Þannig þetta er hollustuútgáfan af ísing.
DSC03704

Frænkuskottinu mínu fannst ísinn mjög góður og hámaði hann í sig.

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply