Njóttu Góðgætis Millimála

Hraðferðarbitar

25. september, 2015

Hver kannast ekki við það að vera á hlaupum og vanta eitthvað til að grípa í á milli mála. Það er kannski langt síðan maður borðaði síðast og verður maður að fá eitthvað NÚNA. Þá er ólíklegt að maður hoppi inn í matvöruverslun og grípi sér eitt epli til að narta í. Líklegra er að maður fái sér eitthvað óhollt sem keyrir orkuna manns enn frekar niður en áður.

Hér er ég með uppskrift að Hraðferðarbitum sem gott er að eiga í töskunni þegar maður veit að maður á annasaman dag. Þó að hraðferðarbitarnir séu hollari en hinar hefðbundnu orkukökur sem gjarnan eru við kassan í matvörubúðum þýðir það alls ekki að þeir séu hollir. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á að borða oft á dag, alla daga vikunnar. Þetta er skárri kostur en margt annað sem er í boði og myndi ég mæla með því að eiga þá í frystinum og taka einn út í einu svo þú missir þig ekki alveg í gleðinni. Þeir henta t.d. mjög vel sem nesti í skólann eða vinnuna.

Hraðferðarbitarnir eru lausir við mjólkurvörur, unninn sykur og glúten.

Hraðferðarbitar

 • 50 g heslihnetur
 • 100g möndlumjöl
 • 100g glútenlaust haframjöl t.d. frá urtekram eða semper
 • ½ tsk matarsódi
 • ½ tsk salt
 • ½ bolli kókosolía
 • ½ bolli kókospálmasykur
 • ½ bolli kókosmjöl
 • 1 egg
 • 50 g döðlur
 • ½ tsk vanilla
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/2 tsk múskat
 • 60 g Súkkulaði með kókos og kókossykri
 1. Kveiktu á ofninum, stilltu á blástur og hafðu hann á 180°C.
 2. Byrjaðu á því að þurrrista heslihneturnar á pönnu í 2 mín, nuddaðu síðan híðið af þeim þegar þær hafa kólnað.
 3. Skerðu heslihneturnar, döðlurnar og súkkulaðið smátt niður.
 4. Malaðu haframjölið í matvinnsluvél eða í blandara.
 5. Blandaðu öllum þurrefnunum saman í skál.
 6. Blandaðu egginu, kókosolíunni og kókospálmasykrinum vel saman í matvinnsluvél/blandara.
 7. Blandaðu nú blautefnunum saman við þurrefnin og blandaðu rólega saman með sleif.
 8. Skelltu súkkulaðinu, heslihnetunum og döðlunum saman við.
 9. Mótaðu kökurnar með því að setja kúlu í lófan og þrýsta henni niður með hinum lófanum. Leggðu þær á plötuna og mótaðu þær svo aðeins með fingrunum.
 10. Bakaðu í 20-25 mín.

2016-02-27 16.10.42

Mig langar að taka það fram að hugmyndina að þessum hraðferðarbitum fékk ég frá cafesigrun.com en ég notaði þá síðu mjög mikið fyrst eftir að ég fékk fæðuóþolið. Hún er með mjög góða uppskrift af orkuhnullungum á síðunni sinni en eftir að fæðuóþolið mitt versnaði var mikið í þeirri uppskrift sem ég mátti ekki borða lengur svo ég ákvað að gera mína eigin. 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply