Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Glútenlaus hamborgarabrauð

21. maí, 2016

Það er eitthvað svo sumarlegt að grilla hamborgara og er vel hægt að gera það ljúffengan máta þó maður kjósi að sniðganga ákveðanr fæðutegundir. Ég hef oft notað portobellosvepp í staðin fyrir hamborgarabrauð en ég rakst um daginn á þessa uppskrift af hamborgarabrauði og ákvað því að prufa. Uppskriftin kom mjög á óvart og verð ég því hreinlega að deila henni með þér. Þessi magnaða uppskrift kemur frá blogginu Against all grain þar sem finna má fleiri góðar uppskriftir.

Það sem ég elska við uppskriftina er hversu fá og góð hráefni hún inniheldur. Ég vil alltaf gera allt mitt glútenlaust brauðmeti sjálf því það sem fæst út í búð er stútfullt af aukefnum og drasli sem ég kæri mig ekki um.

ATH! Það er mjög mikilvægt að fylgja uppskriftinni skref fyrir skref. Ég hef nefnilega brennt mig á því sjálf að skella öllu í matvinnsluvélina í stað þess að lesa uppskriftina skref fyrir skref.

Glútenlaus hamborgarabrauð

 • 1 1/2 bolli kasjúhnetur
 • 3 egg, rauða og hvíta aðskildar
 • 3/4 tsk eplaedik
 • 1/4 bolli möndlumjólk
 • 4 msk bráðin kókosolía
 • 1/3 bolli kókoshveiti
 • 1/4 bolli möndlumjöl
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 1. Stilltu ofninn á 160°C við blástur.
 2. Skelltu kasjúhnetum, eggjarauðum, eplaedik, möndlumjólk og kókosolíu saman í matvinnsluvél. Láttu blandast vel saman.
 3. Bættu nú kókoshveiti, möndlumjöli og salti út í blönduna í matvinnsluvélinni. Blandaðu vel áfram þangað til að klístrað deig hefur myndast.
 4. Þeyttu eggjahvíturnar í annari skál þangað til að þær eru orðnar vel stífar.
 5. Bættu eggjahvítunum og matarsóda út í matvinnsluvélina. Láttu matvinnsluvélina blanda eggjahvítunum saman við í skömmtum með því að gera hratt og stoppa aðeins á milli. Gerðu þetta ca. 8 sinnum eða þangað til að þetta er búið að blandast vel saman.
 6. Skelltu bökunarpappír á ofnplötu og búðu til 5 bollur með mjög blautum höndum. Bleyttu hendurnar á milli svo að deigið klístrist ekki á höndunum á þér. Þetta er gert til að brauðin séu með fallega slétta áferð. Ég setti sesamfræ ofan á mínar bollur áður en þær fóru í ofninn og finnst mér það koma vel út.
 7. Bakaðu í 25 mín.

Það er vel hægt og mjög sniðugt að gera tvöfaldan skammt af uppskriftinni og eiga hamborgarabrauðin til í frysti. Brauðin eru líka góð ristuð með t.d. stöppuðu avacado.

Processed with VSCO with f2 preset

Hér er svo uppskrift af hamborgara og meðlæti með honum.
Njóttu vel og lengi!

-Anna Guðný

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply