Njóttu Góðgætis

Frönsk súkkulaðikaka

29. ágúst, 2015

Það gleður mig að kynna þig fyrir franskri súkkulaðiköku sem er stútfull af ást og kærleik (og súkkulaði). Kakan er ekki bara laus við glúten, heldur líka mjólkurvörur og unninn sykur. Þetta er sérstaklega mikið gleðiefni fyrir fólk sem er með fæðuóþol, eins og ég, eða einfaldlega þá sem kjósa að huga að heilsunni. Það besta við þetta allt saman er að hún mun slá í gegn hvert sem hún fer því að það mun engum gruna að hún sé eitthvað hollari en aðrar kökur, svo góð er hún.

Ég elska að klæða gamlar uppskriftir í hollari búning og geta því trítað mig eins og aðrir. Þó að kakan sé í hollari búning en þær kökur sem eru venjulega bornar fram á kaffihúsum/í veislum er hún ekki holl heldur hollARI. Það er algengur misskilningur að þegar að kakan er hollari en sú sem við borðum venjulega megi borða hana í öll mál og borða meira af henni en hinni. Þá getur þú alveg eins fengið þér eina sneið af óhollri köku á kaffihúsi.

Kakan er mjög saðsöm og er maður alveg búinn að fá sinn súkkulaðiskammt eftir eina sneið. Hún dugir því fyrir allt að 14 manns þótt að hún sé lítil og krúttleg. Það er mjög gott skera kökuna í litla bita og frysta ef hún klárast ekki á nammideginum.

Frönsk súkkulaðikaka                                                                                Fyrir 10-14 manns

 1. Kveiktu á ofninum, settu á blástur og 190°C.
 2. Bræddu súkkulaðið og kókosolíuna í skál yfir vatnsbaði á meðalhita og hrærðu í. Gættu þess að þetta brenni ekki við og settu blönduna í aðra skál þegar hún er orðin vel blönduð saman. Leyfðu þessu að kólna aðeins.
 3. Klæddu 20 cm form með bökunarpappír og hafðu klárt.
 4. Þegar súkkulaðiblandan er orðin volg skellir þú restinni af innihaldsefnunum saman við og setur blönduna í formið.
 5. Bakað í 20-23 mín og kakan þá tekin út og látin kólna.

     Kremið á kökuna

 • 5 msk kókosolía
 • 5 msk kakó
 • 2,5 msk hunang
 • ¼ tsk salt
 • ½ tsk vanilla
 1. Settu lokaða kókosolíukrukku undir heitt vatn í vaskinum svo að kókosolían bráðni aðeins.
 2. Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í skál og hrærðu vel.
 3. Settu kremið á kökuna þegar að hún er orðin köld.

Þá er ekkert annað í stöðunni en að njóta <3

2015-08-24 17.44.03Kærleikskveðja,

Anna Guðný <3

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply