Flokkur

Njóttu Safa og Þeytinga

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Túrmeriklatte

22. janúar, 2018

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er langt frá því að vera að finna upp hjólið með því að birta uppskrift af túrmeriklatte. En það er mikið í uppáhaldi hjá mér og finnst mér það gera mér gott. Mér finnst það t.d. virka vel þegar að ég er með einhver kvefeinkenni og svo finnst mér það bara svo ofboðslega gott að ég fæ mér þetta oft þó að það sé ekkert einhvað sérstakt að angra mig. Í…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Grænn sæluþeytingur

5. apríl, 2017

Ég get ekki lýst því hversu vel mér líður þegar ég byrja daginn á jóga og geri mér síðan grænan þeyting strax í kjölfarið. Það er svo magnað að sjá hvað líkaminn er stöðugt að gefa manni vísbendingar um hvaða fæðu maður á að láta ofan í sig. Ég fæ mjög oft sterka löngun í grænan þeyting því að mér líður svo vel af honum. Það er mér mikilvægt að breyta til í mataræðinu og að vera ekki alltaf að…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Skærbleikur þeytingur

14. mars, 2017

Þessi gullfallegi þeytingur er ekki bara með útlitið sér í hag heldur er hann mjög bragðgóður líka. Ég elska að drekka þeytinga sem eru fallegir á litinn og er rauðrófa upplögð til þess að gefa fallegan bleikan lit. En rauðrófa er einmitt súperholl fyrir okkur en ég fer nánar út í það hér. Skærbleikur þeytingur                                                  …

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Hinn fullkomni flensubani

24. febrúar, 2017

Við erum öll sammála um að það er fátt leiðilegra en að vera með flensu og kvef. Þá eru góð ráð dýr og er ég alltaf til í að gera hvað sem er til að losa mig við slík leiðindi. Ég er sjálf ekki hrifin af því að kaupa tilbúnar mixtúrur, hálsbrjóstsykur eða annað sem að inniheldur mikið magn af unnum sykri. Það er mikið frelsi að geta búið til sína eigin blöndu í eldhúsinu heima og miklu skemmtilegra að…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála Safa og Þeytinga

Melónukrap með myntu

12. júlí, 2016

Þegar heitt er í veðri er svo gott að kæla sig niður með svalandi drykk. Þegar ég var á ferðalagi um Asíu fékk ég mér oft melónukrap í hitanum og það var alltaf jafn kærkomið. Melóna býr yfir ýmsum eiginleikum fyrir heilsuna okkar en hún er m.a. talin vera andoxandi, bólgueyðandi og blóðþrýstingslækkandi. Ásamt því að innihalda kalíum, magnesíum, C-, B6- og A- vítamín. Melónukrapið er bragðgóð leið til að “vökva sig“ í hitanum og til að forðast ofþornun. Það…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Rauðrófusafi

30. nóvember, 2015

Ég geri mér reglulega rauðrófusafa úr fallegu safavélinni minni. Ég nota nú aldrei neina sérstaka uppskrift, týni bara eitthvað í hann sem ég á í ísskápnum og mig lystir í hverju sinni. En ég ákvað að skrifa niður uppskrift til að deila með þér, kæri lesandi, og vona ég að þér líki vel. Rauðrófusafi                                                    …

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Súkkulaðiþeytingur

27. október, 2015

Allflestar uppskriftir af súkkulaðiþeytingum sem hafa orðið á vegi mínum innihalda banana. Þar sem bananar fara frekar illa í mig ákvað ég að  taka málin í mínar hendur. Ég hef verið með hugmynd af súkkulaðiþeyting í kollinum lengi og ákvað loksins að skella henni í blandarann. Það tókst mjög vel og var niðurstaðan vonum framar. Þá er í rauninni ekki eftir neinu öðru að bíða en að deila uppskriftinni með þér. Súkkulaðiþeytingur                …

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Bláberjaþeytingur

12. október, 2015

Nú veit ég ekki hvort að þú hafir náð að byrgja þig upp af bláberjum fyrir veturinn, þau eru svo sannarlega fjársjóður og sífellt erfiðara að finna vegna slæms veðurfars. Ég missti af bláberjatímabilinu heima í ár vegna flutninga svo ég veit ekki hvort það hafi verið góð uppspretta. En síðustu sumur hef ég pínt fjölskyldumeðlimi með mér í berjamó og er ég svo þrjósk að ég neita að fara heim fyrr en ég er komin með ágætan skammt í…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Túrmeriksafi

8. október, 2015

Lækningamáttur túrmeriks Túrmerik er indversk lækningajurt sem hefur marga og jákvæða eiginleika fyrir heilsuna okkar. Fjölmargar rannsóknir hafa verið birtar sem gefa til kynna að túrmerik sé með gríðarlegan lækningamátt. Það er t.d. bólgueyðandi og er stútfullt af andoxunarefnum. Það hefur haft jákvæð áhrif á þunglyndi, streitu, hjartasjúkdóma, parkinson, alzheimer, krabbamein og liðagigt. Það er sífellt að færast í aukanna að fólk kynni sér óhefðbundnar lækningar sem meðferðarúrræði á sjúkdómum. Túrmerik hefur verið mjög árangursríkt í sambandi við krabbamein. Það hefur…

Lesa meira

Njóttu Safa og Þeytinga

Grænn þeytingur

22. september, 2015

Það er ekki svo langt síðan að ég hélt ég væri rosalega holl þegar ég skellti spínati í blandaran ásamt helling af ávöxtum. Ég hélt að ávextir væru svo hollir að ég gæti borðað þá í öll mál og mikið af þeim. Síðar komst ég að því að þetta væri bara ekki rétt hjá mér, græni ofurdrykkurinn minn var ekkert svo mikið ofur eftir allt saman. Ávaxta skal neyta í hófi þar sem þeir innihalda ávaxtasykur sem líkaminn vill ekki fá…

Lesa meira