Flokkur

Njóttu Morgunsins

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Morgunsins

Hindberja&fíkju chiagrautur

25. maí, 2018

Ég gleymi því ekki þegar að ég smakkaði chiagraut fyrst, mér fannst hann alls ekki góður og gretti mig yfir honum. En ég myndi sennilega gretta mig yfir þessum sama chiagraut í dag, því að chiagrautur er alls ekki það sama og chiagrautur. Þessi chiagrautur sem ég ætla að deila með þér núna er algjörlega fullkominn að mínu mati. En lykilatriðið er að nota góða plöntumjólk í grautinn og sú besta sem ég veit er heimatilbúin. Heimatilbúin möndlumjólk 2 dl…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Minn uppáhalds hafragrautur

13. mars, 2018

Ég elska að vakna á morgnanna og útbúa mér heitan hafragraut þegar að kalt er í veðri. Hafragrauturinn er aldrei eins hjá mér og það er sennilega það sem ég elska við hafragraut, hann þarf aldrei að vera eins. Hér áður fyrr píndi ég alltaf í mig hafragraut með mjólk út á áður en ég fór í skólann – bara ef ég hefði kunnað að gera svona bragðgóðan og næringarríkan hafragraut þá líkt og í dag. En maður er stöðugt…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Kókos&kasjújógúrt

8. nóvember, 2017

Ég elska að tilraunast í eldhúsinu og finna leiðir til að borða allt það sem mig langar í. Í þetta sinn langaði mig ofboðslega í gott jógúrt til að geta átt í morgunmat. Við tók mikil rannsóknarvinna á internetinu til að finna uppskrift af góðu jógúrti sem væri laust við unna sætu, og að sjálfsögðu mjólkurvörur. En jógúrtheimurinn tók ekki vel á móti mér í fyrstu þar sem að það er margt sem spilar inn í hið fullkomna jógúrt. Það…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Haustlegt granóla

26. október, 2017

Það er svo ótrúlega lítið mál að gera sitt eigið granóla og finnst mér það alltaf miklu betra en það sem maður kaupir út í búð. Ég vakna alltaf hoppandi kát þegar ég á heimagert granóla. Mér finnst gott að gera vel við mig og byrja daginn á því að skella því í skál með heimagerðu kókosjógúrti eða góðum berjaþeytingi. Ég reyni að nota granólað sem algjört spari um helgar en það vill þó stundum fara þannig að það sé borðað…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Súkkulaði granóla

7. janúar, 2017

Nýtt líf hafði samband við mig í fyrrasumar um að birta nokkrar uppskriftir í blaðinu þeirra. Þau birtu m.a. þessa uppskrift hér eftir mig og er hún of góð til að birta hana ekki líka hér á blogginu. Ég er reyndar búin að breyta henni aðeins og þróa síðan þá. En þetta súkkulaði granóla geri ég mjög oft í tvöföldu magni og geymi í stórri krukku ofan í skúffu. Ég nota það mikið ofan á þeytinga þegar ég borða þá…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Sælkeragrautur

21. október, 2016

Þegar kólna fer í veðri er svo huggulegt að hita sig upp fyrir daginn með því að fá sér hafragraut í morgunmat. Hafragrautur er nefnilega ekki bara hafragrautur. Það er hægt að leika sér endalaust í grautargerðinni og þarf enginn grautur að vera eins. Með því að gera fjölbreyttar útgáfur af hafragrautnum fær maður síður leið á honum og hlakkar manni til að prufa eitthvað nýtt á hverjum degi. Þessi uppskrift sem ég ætla að deila með þér núna er…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Chiahafragrautur með berjaþeytingi

18. nóvember, 2015

Það er endalaust hægt að leika sér með chiagraut og hafragraut. Ég reyni að hafa morgunmatinn ávallt fjölbreyttan og helst aldrei eins til að ég fái ekki leið á neinu. Nú á dögunum gerði ég chiahafragraut með berjaþeytingi og var þetta eins og hinn besti eftirréttur. Ég er mikill sælkeri og er þessi morgunmatur algjör snilld um helgar þegar manni langar að gera vel við sig. Chiahafragrautur  fyrir 2 1/2 dl haframjöl 2 msk chia fræ 200 ml heimatilbúin möndlumjólk…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Berjaþeytingur í skál

31. október, 2015

Þennan lúxusmorgunmat gerði ég um síðustu helgi og verð ég að deila með þér uppskriftinni því þetta var virkilega gott. Þessi morgunmatur er algjört sælgæti enda í sætari kantinum, en það má allt um helgar, ekki satt? Það er mjög skemmtilegt að skella þeyting í skál ásamt þurrkuðum berjum, kókosflögum og fleiru gúmmelaði. Ég reyni að hafa sem mesta fjölbreytni í fæðunni hjá mér svo ég fái ekki leið á hlutunum og er því tilvalið að skella þeytingnum stundum í…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Chiagrauturinn minn þessa dagana

11. febrúar, 2015

Það er magnað hvað mig hlakkar alltaf til að fá mér chiagraut á hverjum degi og að ég sé ekki búin að fá nóg af honum. Það er sennilega vegna þess hversu vel mér líður eftir að hafa borðað hann. Maður verður svo þægilega saddur í maganum. Það er líka svo hentugt að geta græjað grautinn um kvöldið og eina sem maður þarf að gera um morguninn er að skella því sem maður kýs út í hann. Það er misjafnt…

Lesa meira

Njóttu Morgunsins

Hollráð um chiagraut

18. október, 2014

Ég hef áður bloggað um chiagraut og hversu gott mér finnst að fá mér hann á morgnanna eða fyrir ræktina. Um helgar finnst mér einkar gott að hafa hann í algjörri lúxusútgáfu og set ég þá karmellu á hann. Ég set ekki karmellu á hann á virkum dögum nema ég sé alveg sérstaklega góð við sjálfa mig. Það er mjög mikilvægt að vera duglegur að fá sér chiagrautinn í ýmsum útgáfum svo maður fái ekki leið á honum. Þið getið…

Lesa meira