Flokkur

Njóttu Millimála

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Millimála

Glútenlausar brauðbollur með fræjum og döðlum

28. mars, 2016

Einu sinni var ég algjör brauðfíkill og freistaðist ég oft í hvítt, gerjað hveitibrauð eftir að ég fækk fæðuóþolið. Ég get ekki líst því hversu illa mér leið alltaf á eftir, það var bókstaflega eins og það hefði verið keyrt yfir magann minn, kvölin var svo mikil. Fljótt fór ég að læra það að freistingin væri ekki þess virði og leitaði annarra leiða. Síðustu 2 ár hef ég verið dugleg að prufa mig áfram í glútenlausri brauðgerð, maður þarf alls ekki…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Hafrakúlur

14. október, 2015

Hér í Danmörku stendur yfir viku vetrarfrí svo að ég er að nýta tímann vel í að búa til nokkrar uppskriftir á meðan ég hvíli mig frá námsbókunum. Hér er ein þeirra, gómsætar hafrakúlur sem eru tilvaldar til að narta í milli mála. Það er mjög einfalt að búa þær til og tekur það alls ekki langan tíma. Hafrakúlur                                          …

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála

Hraðferðarbitar

25. september, 2015

Hver kannast ekki við það að vera á hlaupum og vanta eitthvað til að grípa í á milli mála. Það er kannski langt síðan maður borðaði síðast og verður maður að fá eitthvað NÚNA. Þá er ólíklegt að maður hoppi inn í matvöruverslun og grípi sér eitt epli til að narta í. Líklegra er að maður fái sér eitthvað óhollt sem keyrir orkuna manns enn frekar niður en áður. Hér er ég með uppskrift að Hraðferðarbitum sem gott er að eiga…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Bláberjabitar

1. febrúar, 2015

Ég ákvað að búa mér til smá gotterí um daginn til að hafa eitthvað að narta í á laugardagskvöldi og urðu þessir dásamlegu bláberjabitar til. Það sem er svona dásamlegt við þessa bláberjabita að þeir eru alveg nógu sætir til að hafa þá sem nammi um helgar og þeir eru alls ekkert það óhollir að maður geti ekki haft þá sem millimál í miðri viku. Þá er sniðugt að skera þá bara í ílangar stangir. Eins og ég hef svo…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Glútenlausa brauðið hennar Önnu

26. janúar, 2015

Það getur verið svolítið snúið að vera með glútenóþol þegar kemur að bakstri. Ég er búin að gera margar tilraunir með glútenlaust brauð og ég held að ég sé loksins sátt með útkomuna. Það er svo oft sem ég geri mér möndlumjólk og er að vandræðast með hvað skal gera við möndluhratið. Ég notaði því möndluhratið í þessa uppskrift og kemur það mjög vel út. Það er eitthvað svo notalegt við það að baka brauð sjálfur og fá brauðilm inn…

Lesa meira