Flokkur

Njóttu Millimála

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Millimála Safa og Þeytinga

Túrmeriklatte

22. janúar, 2018

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er langt frá því að vera að finna upp hjólið með því að birta uppskrift af túrmeriklatte. En það er mikið í uppáhaldi hjá mér og finnst mér það gera mér gott. Mér finnst það t.d. virka vel þegar að ég er með einhver kvefeinkenni og svo finnst mér það bara svo ofboðslega gott að ég fæ mér þetta oft þó að það sé ekkert einhvað sérstakt að angra mig. Í…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Glútenlaust&vegan bananabrauð

19. janúar, 2018

Það er svo heimilislegt að fá góðan bökunarilm á heimilið og alltaf gaman að gæða sér á heimabökuðu brauði. Að þessu sinni útbjó ég bananabrauð sem að kom ótrúlega skemmtilega út. En brauðið er vegan ásamt því að vera laust við unna sætu og er glútenlaust. Ég elska áferðina á því, en brauðið er frekar klesst og alls ekki þurrt. Ég elska að eiga til gott brauð og er það mitt uppáhalds millimál. Svona brauð er alltaf best fyrstu 3 dagana eftir…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Glútenlaust hrökkkex

11. janúar, 2018

Ég er alltaf mjög glöð þegar að ég á nóg af millimálum í skápunum hjá mér, þess vegna tek ég mig oft til og undirbý helling í eldhúsinu til að eiga fyrir komandi viku. Þetta bragðgóða hrökkkex er algjör snilld til að eiga t.d. með uppáhalds hummusnum manns eða bara hverju sem er í rauninni. Ég á ekki allan heiður að uppskriftinni en upprunalega uppskriftin kemur frá blogginu minimalistbaker.com. Þar er mjög margt sniðugt að skoða og sérstaklega mikið af glútenlausum…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Rauðrófuhummus

4. nóvember, 2017

Hummus er eitt það besta sem að þú getur átt í ísskápnum þínum til að gæða þér á milli mála. Ekki er verra að eiga nokkrar krukkur í frystinum líka til að taka út þegar að það er mikið að gera hjá manni og lítill tími til að útbúa sér hummus. Ekki það að það taki mikinn tíma að útbúa sér hummus, það er leikur einn og finnst mér það í rauninni bara mjög gaman. En það besta við hummus…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Djúsí hummus

31. mars, 2017

Fyrst eftir að ég hætti að borða mjólkurvörur saknaði ég oft að fá mér smjör og ost og hef ég margoft stolist í það. En þegar ég fór að vera dugleg að útbúa mér hummus þá lærði ég að það er bara vel hægt að komast í gegnum lífið án þess að klína smjöri á allt. Það er mjög ódýrt að útbúa sér hummus og tekur það enga stund. Ég kaupi kjúklingabaunir ósoðnar út í búð þar sem að það…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála Safa og Þeytinga

Melónukrap með myntu

12. júlí, 2016

Þegar heitt er í veðri er svo gott að kæla sig niður með svalandi drykk. Þegar ég var á ferðalagi um Asíu fékk ég mér oft melónukrap í hitanum og það var alltaf jafn kærkomið. Melóna býr yfir ýmsum eiginleikum fyrir heilsuna okkar en hún er m.a. talin vera andoxandi, bólgueyðandi og blóðþrýstingslækkandi. Ásamt því að innihalda kalíum, magnesíum, C-, B6- og A- vítamín. Melónukrapið er bragðgóð leið til að “vökva sig“ í hitanum og til að forðast ofþornun. Það…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Hugmyndir að millimálum

19. apríl, 2016

Mér finnst mjög mikilvægt að hafa alltaf eitthvað til að grípa í milli mála. Ef ég borða ekkert frá hádegismat til kvöldmatar þá gjörsamlega missi ég mig í kvöldmatnum og borða miklu meira en venjulega. Líkaminn minn upplifir hálfgert sjokk þegar ég borða ekkert í langan tíma og refsar hann mér með magaverkjum þegar ég loksins fæ mér að borða. Eins þegar ég verð svöng breytist ég í bókstaflega í skrímsli, svo að ég vil fyrirbyggja það eins og mögulegt…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Hummus sem færir manni sól í hjarta

7. apríl, 2016

Það er ótrúlega gaman að búa sér til hummus til að eiga á heimabakaða brauðið eða jafnvel heimabakaða hrökkbrauðið. Það eru endalausir möguleikar í hummusgerðinni sem er algjör snilld. Auðvelt er að gera hummusinn að sínu og nota þau hráefni sem eru til hverju sinni. Það er einmitt það sem ég gerði núna, notaði það sem var til í ísskápnum og það kom svo vel út að ég ætla að deila uppskriftinni með þér. Þessi hummus er einstaklega bragðgóður og virkilega…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Glútenlausar brauðbollur með fræjum og döðlum

28. mars, 2016

Einu sinni var ég algjör brauðfíkill og freistaðist ég oft í hvítt, gerjað hveitibrauð eftir að ég fækk fæðuóþolið. Ég get ekki líst því hversu illa mér leið alltaf á eftir, það var bókstaflega eins og það hefði verið keyrt yfir magann minn, kvölin var svo mikil. Fljótt fór ég að læra það að freistingin væri ekki þess virði og leitaði annarra leiða. Síðustu 2 ár hef ég verið dugleg að prufa mig áfram í glútenlausri brauðgerð, maður þarf alls ekki…

Lesa meira

Njóttu Millimála

Hafrakúlur

14. október, 2015

Hér í Danmörku stendur yfir viku vetrarfrí svo að ég er að nýta tímann vel í að búa til nokkrar uppskriftir á meðan ég hvíli mig frá námsbókunum. Hér er ein þeirra, gómsætar hafrakúlur sem eru tilvaldar til að narta í milli mála. Það er mjög einfalt að búa þær til og tekur það alls ekki langan tíma. Hafrakúlur                                          …

Lesa meira