Flokkur

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Kínóarækjuréttur í ananasskál

27. maí, 2016

Þegar ég og kærasti minn, Snorri vorum á flakki um heiminn síðastliðið vor þá fengum við æðislegan hrísgrjónarétt eftir að hafa gengið um í hitanum á phiphi eyjum í leit að gistingunni okkar. Ég var ekki sérstaklega hrifin af tælenska matnum svona almennt en þessi réttur á alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Mig langaði svo ótrúlega mikið í þennan rétt um daginn að ég ákvað að reyna að búa hann til og kom það bara mjög vel út. Ég ætla…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Glútenlaus hamborgarabrauð

21. maí, 2016

Það er eitthvað svo sumarlegt að grilla hamborgara og er vel hægt að gera það ljúffengan máta þó maður kjósi að sniðganga ákveðanr fæðutegundir. Ég hef oft notað portobellosvepp í staðin fyrir hamborgarabrauð en ég rakst um daginn á þessa uppskrift af hamborgarabrauði og ákvað því að prufa. Uppskriftin kom mjög á óvart og verð ég því hreinlega að deila henni með þér. Þessi magnaða uppskrift kemur frá blogginu Against all grain þar sem finna má fleiri góðar uppskriftir. Það…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Graskers- og sætkartöflusúpa

5. nóvember, 2015

Þegar kólna fer í veðri er alltaf gott að gera sér góða súpu til fá hita í kroppinn. Það er búið að kólna ansi hratt hjá okkur hérna í Århus og erum við strax búin að taka fram ullarsokka, vettlinga og húfur. Það er fyndið hvað maður heldur alltaf að allt sé betra annars staðar en á Íslandi en veturinn í Danmörku ekkert svo ósvipaður þeim íslenska og er jafnvel kaldari. Vetrartímabilið getur samt sem áður verið ansi huggulegt með…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Hamborgari í portobello“brauði“

6. september, 2015

Grillmatur er stór partur sumarfílingsins og myndast skemmtileg stemming í kringum hann. Nú á dögunum varð hamborgari fyrir valinu og er þessi hamborgari heldur frábrugðin því sem flestir eru vanir. Kærasti minn á mestan ef ekki bara allan heiðurin af uppskriftinni enda er hann algjör snillingur í eldhúsinu. Við notuðum portobellosvepp í stað brauðs og setti hann algjörlega punktin yfir i-ið. Ég veit ekki hversu miklum tíma ég hef eytt í að reyna gera glútenlaus hamborgabrauð sem verða aldrei neitt í…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Íslensk kjötsúpa – já takk!

24. febrúar, 2015

Það er fátt betra en að gæða sér á góðri kjötsúpu í kuldanum eins og sönnum íslendingi sæmir! Það er minnsta mál í heimi að gera hana fyrir þig og þína. Hún á alltaf vel við og ég held að ég geti ekki fengið leið á henni. Ég er svo ótrúlega heppin að móðurbróðir minn kom með helling af lambakjöti handa okkur mægðum í haust. Súpukjötið alveg bráðnar upp í manni sem á stóran þátt í því hversu góð kjötsúpan…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Skólastjórasúpa í hollari búning

27. nóvember, 2014

Það er rosalega gott að ylja sér á góðri súpu í frostinu. Ekki skemmir að hafa hana holla og góða og láta hana hjálpa sér að verjast kvefi og pestum í leiðinni. Mamma á uppskrift að svo góðri kjúklingasúpu sem heitir ,,Skólastjórasúpa“, ég ákvað að draga uppskriftina upp og gera hana að mínu. Uppskriftin er vel stór og var alveg helmingurinn eftir hjá okkur þrem, mér finnst það hinsvegar ágætt. Súpur eru nefnilega oft betri næsta dag. Súpan er alveg…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Nautaborgari með hvítlauk og kóríander

24. nóvember, 2014

Þessi dýrðlegi hamborgari heillaði bragðlauka fjölskyldunnar alveg upp úr skónum. Mér finnst best að kaupa hakk og búa til hamborgara sjálf alveg frá grunni, þá veit ég hvað er í honum. Ég geri sósuna líka alveg frá grunni, hún er einfaldlega miklu betri svoleiðis og laus við hvítan sykur. Það er hvítur sykur í ótrúlegustu hlutum og þar á meðal mayonnesi, tómatsósu, sinnepi og það mætti lengi telja áfram. Þess vegna hvet ég þig til að vera ávallt vakandi fyrir…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Glútenlaus pizza sem kemur á óvart

2. nóvember, 2014

Ég gæti sennilega borðað pizzu í öll mál og er sennilega ekki ein um það. Ég fæ oft löngun í pizzu og er því gott að kunna að gera eina glútenlausa fyrir þá sem þola glúteinið illa eins og ég. Einnig er miklu skemmtilegra að gera pizzuna sjálfur og þá veit maður líka 100% hvað maður er að borða. Pizzur sem við kaupum gjranan af pizzustöðum innihalda oftast ger, unnið hveiti, sykur og mikið af aukaefnum. Það fer ekki vel í alla…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Þorskréttur Torfadætra!

20. október, 2014

Systir mín hefur alltaf stutt mig í mataræði mínu og hjálpað mér mikið með fæðuóþolið mitt. Hún gefur mér helling af hugmyndum og er hún oft að segja mér að prufa hitt og þetta. Um daginn sagði hún mér að hún ætlaði að elda þorsk í matinn og var ég mjög spennt þar sem ég er alveg hugmyndalaus þegar kemur að hvítum fisk. Kartöflur og rjómi fara illa í mig svo að ég var alveg búin að afskrifa hvíta fiskinn…

Lesa meira

Njóttu Hádegis- og Kvöldmatar

Lax með geitaosti,valhnetum og steinselju

2. október, 2014

Kærastinn minn er snillingur í að elda lax og vorum við í smá tilraunarstarfsemi sem kom mjög vel út. Við komum drekkhlaðin grænmeti og kryddjurtum eftir heimsókn til móður hans. Það er aðdáunarvert hvað hún er dugleg að rækta mikið af grænmeti, berjum og kryddjurtum. Það var ekkert smá skemmtilegt að útbúa mat úr svona fersku hráefni. Laxinn Laxinn var skorinn í bita og steiktur á heitri pönnu á roði í ca 3 mínútur. Snúið við í ca hálfa mín…

Lesa meira