Flokkur

Njóttu Góðgætis

Allar uppskriftir eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unnin sykur

Njóttu Góðgætis

Hnetusmjörs“skálar“

19. nóvember, 2016

Hver kannast ekki við Reese’s peanut butter cups frá Herseys? Þetta nammi svipar allavega mjög mikið til þess og það tekur enga stund að útbúa það. Það er því tilvalið að græja þetta þegar að sykurpúkinn kallar á mann eða þegar maður vill eiga eitthvað með kaffinu handa gestum. Hnetusmjörs“skálar“                              –                              …

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Mjólkurlaus súkkulaðiís

21. júlí, 2016

Þessi súkkulaðiís er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ekki einungis vegna þess hversu bragðgóður hann er heldur líka vegna þess hversu ótrúlega einfalt er að gera hann. Það þarf ekki að nota ísvél til að búa þennan ís til sem er stór kostur fyrir gleymna manneskju eins og mig sem gleymir alltaf að setja ísskálina í frysti svo hægt sé að búa til ís. Súkkulaðiís 600 ml kókosmjólk 1 dl kakó 1 tsk vanilla 1/8 tsk salt 60 ml hunang…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis Millimála Safa og Þeytinga

Melónukrap með myntu

12. júlí, 2016

Þegar heitt er í veðri er svo gott að kæla sig niður með svalandi drykk. Þegar ég var á ferðalagi um Asíu fékk ég mér oft melónukrap í hitanum og það var alltaf jafn kærkomið. Melóna býr yfir ýmsum eiginleikum fyrir heilsuna okkar en hún er m.a. talin vera andoxandi, bólgueyðandi og blóðþrýstingslækkandi. Ásamt því að innihalda kalíum, magnesíum, C-, B6- og A- vítamín. Melónukrapið er bragðgóð leið til að “vökva sig“ í hitanum og til að forðast ofþornun. Það…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Glútenlausar skonsur með rækjusalati

7. júlí, 2016

Þessi uppskrift af skonsunum er nákvæmlega sú sama og ég nota fyrir glútenlausu vöfflurnar. Eini munurinn er sá að ég baka þær á pönnukökupönnu en ekki í vöfflujárni. Mér finnst voða gott að gera slatta af skonsum og eitthvað gott salat eins og t.d. rækju- eða túnfisksalat. Þessa samsetningu finnst mér síðan alveg upplagt að taka með í útileguna eða ferðalagið á sumrin. Glútenlausar skonsur                                …

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Jarðaberjaþeytingur

3. júní, 2016

Þegar sólin fer að skína og hitna fer í veðri er ómetanlegt að kæla sig niður með ísköldum jarðaberjasjeik. Reyndar finnst mér gott að kæla mig niður allt árið með öllu sem líkist og bragðast eins og ís, en það er nú annað mál. Þar sem ég þoli illa mjólkurvörur var ég ekki lengi að finna leið fyrir mig að njóta jarðaberjaþeytings til að svala ísþörf minni af og til. Þennan þeyting tekur enga stund að græja og eru örfá…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Heimagert súkkulaði

13. maí, 2016

Þetta súkkulaði geri ég oft og á í frystinum. Það klárast hrikalega hratt enda er það svo rosalega gott. Það er enginn vandi að gera sitt eigið súkkulaði og er gaman að bjóða gestum og gangandi upp á heimagert súkkulaði. Það er oft allskonar aukaefni í súkkulaði sem maður kaupir út í búð í dag og hrikalega erfitt að finna eitthvað sem er laust við unninn sykur og mjólkurvörur. Ég skora því á þig að prufa að gera þitt eigið…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Glútenlausar vöfflur

8. maí, 2016

Það er ósjaldan tilefni fyrir vöfflubakstur og ilminum sem fylgir þeim. Þessi uppskrift er hrein snilld og er ekkert maus að græja þessar gómsætu vöfflur á núll einni. Uppskriftin kemur frá blogginu Against all grain og hana má finna hér. Ég algjörlega elska þegar ég finn góðar uppskriftir sem eru bæði einfaldar og fljótlegar að gera. Það er mjög sniðugt að gera tvöfaldan skammt í einu af þessum vöfflum og eiga þær í frystinum þegar að manni langar að gera vel við sig…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Blaut súkkulaðikaka með vanilluís

24. mars, 2016

Þessa köku hef ég gert í mörg ár og kemur upprunalega uppskriftin frá cafesigrun.com. Þessi kaka bjargaði mér alveg þegar ég var nýkomin með fæðuóþol og vissi ekkert í hvorn fótin ég ætti að stíga þegar mig langaði í köku. Eftir að fæðuóþolið mitt versnaði og ég þurfti að skipta yfir í minna unna sætu og sniðganga glúten þurfti ég að breyta uppskriftinni til að geta notið þessarar himnesku köku reglulega. Hér er sú uppskrift og vona ég að fleiri…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Snickersbitar

22. mars, 2016

Þessa snickersköku geri ég mjög reglulega og er hún algjört spari hjá mér. Ég á ekki heiðurinn af uppskriftinni en hún kemur af heimasíðunni himneskt.is. Ég er búin að breyta uppskriftinni aðeins til að hafa karmellulagið þykkara því ég elska karmellu útaf lífinu. Þetta er án efa uppáhaldsnammið mitt og fær það ekki að staldra við lengi í frystinum hjá mér því að allir eru sjúkir í það. Kexbotn 100g möndlur 100g döðlur 1 tsk vanilla 1 dl gróft hnetusmjör…

Lesa meira

Njóttu Góðgætis

Döðlukaka með karamellusósu

11. mars, 2016

Döðlukaka með karamellusósu er alls ekki ný af nálinni né uppskriftir af henni. Mér fannst hinsvegar alveg vanta uppskrift af henni fyrir okkur sem borðum ekki glúten, mjólkurvörur og unninn sykur. Ég tók því málin í mínar hendur og útbjó þessa uppskrift svo að við getum öll verið með í döðlukökuæðinu. Þessi kaka er hreinn unaður á bragðið og er hún mjög fljót að hverfa á mínu heimili. Ég elska að nota döðlur í uppskriftir og nota þær sem sætugjafa. Það gengur…

Lesa meira