Flokkur

Elskaðu Húðina

Elskaðu Húðina Umhverfið

Umhverfisvænni&eiturefnalaus hárþvottur

28. júní, 2018

Ég hef ekki alltaf verið meðvituð um hvaða snyrtivörur ég nota. Hér áður fyrr keypti ég bara eitthvað sjampó út í búð, skellti því í hausinn á mér annan hvern dag án þess að pæla neitt frekar í því. En vissir þú að í sjampói sem og öðrum snyrtivörum leynast ýmis eiturefni sem að hafa skaðleg áhrif á líkamsstarfsemina okkar? Ekki nóg með það heldur fer sjampóið beina leið út í sjó eftir að hafa komið við í hárinu okkar…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

Íslenska snyrtivörumerkið rå oils

15. nóvember, 2017

Ég er mjög kröfuhörð á snyrtivörur og ber ekkert á mig nema mjög hreinar & gæðamiklar snyrtivörur. Líkt og á matvörum les ég á innihaldslýsinguna á snyrtivörum og vil ég sjá þar fá innihaldsefni sem að ég þekki. En allt sem að við látum á húðina, okkar stærsta líffæri, fer beint inn í blóðrásina sem að hefur að sjálfsögðu áhrif á líkamsstarfsemina okkar. Þegar að ég frétti af íslenska snyrtivörumerkinu rå oils varð ég því eðlilega mjög spennt og er ég…

Lesa meira

Elskaðu Húðina Umhverfið

Er lífrænn klæðnaður málið fyrir börnin?

25. apríl, 2017

Eins og það er mér mikilvægt að kaupa inn lífrænt í matinn þá hafði ekki hvarflað að mér að það væri eitthvað sem ég þyrfti að huga að í fatainnkaupum. Þegar ég var ólétt af Hinriki Berg rakst ég oft á lífræn barnaföt sem fékk mig til að leiða hugann að því hvað væri það besta fyrir litla kroppa. Eftir að hafa lesið mér síðan til um hvað það þýði að versla lífræn föt, og hvort það sé sölubrella eða ekki,…

Lesa meira

Elskaðu Húðina Umhverfið

Búðu til þínar eigin blautþurrkur

28. mars, 2017

Þegar að maður undirbýr komu fyrsta barnsins síns vill maður gera allt 100% rétt og er mikið sem maður les sér til um. Eitt af því sem ég ákvað á meðgöngunni var að ég syldi hafa barnið mitt á taubleyjum og að ég myndi gera heimatilbúnar blautþurrkur. Af hverju? Ég hef orðið fyrir mikilli vakningu sjálf hvað varðar snyrtivörur og læt því ekki neitt á mig nema að ég sé örugg um að varan innihaldi engin skaðleg efni. Húðin er…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

Snyrtibuddan mín

20. mars, 2016

Ég veit það af eigin reynslu að það er erfitt að finna lífrænar og hreinar snyrtivörur sem henta manni vel. Þegar ég vel mér snyrtivörur finnst mér mjög mikilvægt að þær innihaldi fá innihaldsefni og helst vil ég þekkja þau öll. Eins vil ég helst hafa þessi fáu innihaldsefni lífræn. Ég vil bókstaflega hafa snyrtivörurnar mínar það hreinar að ég gæti borðað þær. Húðin er stærsta líffæri mannsins og það sem þú setur á hana fer beint inn í blóðrásina…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

Skin2skin burstinn frá RMS Beauty

19. desember, 2015

Ég er algjörlega heilluð af vörunum frá RMS beauty og nota þær á hverjum degi. Þessar vörur eru hreinar og lausar við öll þau eiturefni sem leynast gjarnan í snyrtivörum. Það sem ég elska mest við þær eru að þær innihalda svo fá innihaldsefni og þekkir maður þau öll. Ég er hægt og rólega að bæta í safnið og hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum hingað til. Mér finnst andlitsfarðin “Un“ cover-up algjör snilld og notaði ég hann fyrst með…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

100% náttúrulegur svitalyktareyðir sem virkar

25. nóvember, 2015

Þegar ég fór að gera mér grein fyrir því hversu mikilvægt er að nota góðar og hreinar vörur á líkamann hófst hin mikla leit að hinum fullkomna svitalyktareyði. Á þessum tíma var ekki eins mikið úrval af náttúrulegum snyrtivörum líkt og er í dag. Ég prufaði nokkrar tegundir og alltaf taldi ég mér trú um að loksins væri ég búin að finna þann eina rétta. Aðallega til að sannfæra sjálfa mig um að peningnum mínum hafi ekki verið eytt í…

Lesa meira

Elskaðu Lærðu Húðina

Skin Cleanse; bók sem þú verður að lesa!

16. ágúst, 2015

Adina Grigore er stofnandi og höfundur lífrænu snyrtivörulínunnar SW basics sem eru seldar um allan heim og hafa fengið umfjöllun í tímaritum á borð við Vogue, O Magazine, W Magazine, New York Times, InStyle og Real Simple. Adina átti sjálf við húðvandamál að stríða á sínum tíma og sá magnaðar framfarir með því að hætta að nota allar snyrtivörur. Smátt og smátt fór hún síðan að prufa sig áfram og bar m.a. á sig ólífuolíu úr eldhúsinu og sá stórkostlegar breytingar. Hún…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

8 snyrtivörur sem ég verð að eignast frá RMS Beauty

26. mars, 2015

Eins og ég hef áður bloggað um er ég er í skýjunum eftir að hafa prufað snyrtivörurnar frá RMS Beauty. Ég sýndi áður ofnæmisviðbrögð við snyrtivörum en það tilheyrir nú sögunni til. Hér ætla ég að deila með ykkur vörunum og reynslu minni á þeim. Vörurnar fást hjá netversluninni, Freyja Boutique. Defining Mascara: Þessi maskari kom mér rosalega á óvart. Ég hef oft lent á lífrænum maskörum sem standa ekki undir væntingum, eru lyktsterkir og hvorki þykkja augnhárin né lengja. Ég…

Lesa meira

Elskaðu Húðina

RMS Beauty: Lífrænar snyrtivörur sem koma á óvart.

22. mars, 2015

Upp á síðkastið hef ég verið að fá hálfgerð ofnæmisviðbrögð við snyrtivörum. Ég varð þurr og glansandi í augunum, rauð og mig hálfverkjaði í augun. Það var sama hvaða snyrtivörur ég setti á mig, Benecos, Dr. Hauschka, Kanebo, Mac og fl. þau ollu öll sömu viðbrögðunum hjá mér. Ef ég var að fara eitthvað fínt var það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim að þrífa af mér málninguna. Ég var ennþá þurr, verkjuð og glansandi í augunum næsta…

Lesa meira