Njóttu Góðgætis

Fljótlegar og bragðgóðar súkkulaðismákökur með súkkulaðibitum

6. desember, 2015

Ég prufaði magnaða uppskrift af súkkulaðibitakökum um daginn sem ég verð hreinlega að deila með þér. Kökurnar eru lausar við glúten, mjólkurvörur og unninn sykur. Uppskriftin er súper einföld og tekur enga stund að útbúa kökurnar. Kökurnar bragðast það vel að ég ætlaði hreinlega ekki að trúa því. Þær eru stökkar og finnur maður í rauninni engan mun á þeim og öðrum smákökum sem eru í óhollari kantinum. En þó að kökurnar séu í hollari kantinum er samt mikilvægt að gæta hófs. Í staðin mæli ég með því að njóta hverrar einnar og einustu smáköku með bros á vör.

Ég tek það fram að ég á ekki heiðurinn af uppskriftinni, hún kemur frá blogginu detoxinista.com.

Súkkulaðismákökur með súkkulaðibitum

 • 225g möndlusmjör (Ég notaði frá H-berg, fæst í bónus)
 • 1 egg
 • 1 dl hunang
 • 35 g kakó
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1 tsk vanilla (möluð, fæst í Krónunni)
 • hnífsoddur salt
 • 80 g súkkulaði (ég nota þetta)
 1. Kveiktu á ofninum, settu hann á blástur við 175 °C.
 2. Settu öll innihaldsefnin saman í stóra skál og blandaðu öllu vel saman með sleif.
 3. Skerðu súkkulaðið niður í litla teninga og blandaðu saman við degið.
 4. Mótaðu kúlur úr deiginu og pressaðu þeim síðan vel niður.
 5. Bakaðu kökurnar í 8-9 mín og leifðu þeim síðan að kólna í friði.

Ef þú ert vegan er hægt að nota chia- eða hörfræ egg í staðin fyrir venjuleg egg. Þá blandar þú saman 1 msk af möluðum chia- eða hörfræum við 3 msk af vatni. Láttu standa í 15 mín áður en þú blandar saman við blautefnin. Þetta kemur í staðin fyrir eitt venjulegt egg. Í staðin fyrir hunangið getur þú notað hlynsíróp.

Processed with VSCO with f2 preset

Jólakærleiksveðja,

Anna Guðný

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply